Skip to content

Menningarmót í Fellaskóla

Menningarmót fór fram í 2., 5. og 8. bekk í Fellaskóla. Á menningarmóti finna börnin það út hvað fær þau til að ljóma, af hverju þau eru stolt af og hver þeirra sjálfsmenning er. Menning tengist að sjálfsögðu manni sjálfum, hver maður er, hver er uppruna, reynslu, tungumáli, þekkingu og svo framvegis. Um leið læra nemendur og við fullorðna fólkið að bera virðingu fyrir menningu hvers annars. Það er alltaf mjög mikilvægt – og ekki síst á þessum tímum þegar við erum að upplifa stríð meðal þjóða sem eiga fulltrúa sína í Fellaskóla. Við þökkum Kristínu Vilhjálmsdóttur fyrir hjálpina en hún annaðist fræðslu til nemenda og aðstoðaði kennara við að skipuleggja undirbúning sem stóð yfir alla þessa viku. Nemendur fengu fræðslu, unnu ýmis verkefni og undirbjuggu það sem þau vildu kynna á menningarmótinu. Menningarmótið hófst með viðburði á sal þar sem margir nemendur sýndu ýmis atriði og síðan fóru gestir í heimastofur, hittu nemendur og kynntust því sem þeir höfðu fram að færa. Takk fyrir frábæran dag nemendur, starfsfólk og gestir en allmargir foreldrar lögðu leið sína í skólann þennan dag.