Skip to content

7. bekkur í nýsköpunarsmiðju

Miðvikudagsmorguninn 9. mars mættu 7. MG og 7. KG með kennurum Fellaskóla í Gerðuberg og hittu þar fulltrúa Nýsköpunarsmiðju á skóla-og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Hlutverk nemenda var að taka þátt í Smiðju um samfélagslega nýsköpun sem fólst í því að finna leiðir til að gera draumaskólann Fellaskóla að enn betri skóla. Þarna fengu nemendur að byggja úr legokubbum staði sem þeim leið vel á. Skapandi hugsun var æfð með því að finna og búa til ný orð og að lokum var teiknað og skrifað um það sem nemendur vilja sjá og verði bætt til að draumaskólinn Fellaskóli verði betri skóli. Vinnan í Gerðubergi var sérlega ánægjuleg og áttu við öll frábært samstarf. Nemendur unnu í hópum og voru virk, dugleg og gleymdu sér algjörlega í vinnunni sem þarna fór fram. Má með sanni segja að gleði og samvinna var í hávegum höfð á þessum morgni. Afraksturinn verður sýndur fljótlega.