Skip to content

Viðurkenning MS til nemanda í 4. bekk

Á hverju ári stendur Mjólkursamsalan fyrir teiknisamkeppni í 4. bekk. Veittar eru nokkrar viðurkenningar og að þessu sinni hlaut mynd Kristófers Davíðs Georgssonar viðurkenningu. Kristófer tók við viðurkenningu í dag en verðlaunaféð, 40.000 kr., rennur til alls bekkjarins. Til hamingju Kristófer og til hamingju 4. bekkur.