Skip to content

Stærðfræðikeppni í Borgarholtsskóla

Þriðjudaginn 29. mars hélt hópur gallvaskra nemenda af eldra stigi til Borgarholtsskóla í Grafarvogi til að taka þátt í stærðfræðikeppni sem Borgarholtsskóli stóð fyrir. Allir skólar Breiðholts og nokkrir aðrir grunnskólar í nágrenninu tóku þátt í keppninni, sem var ein og hálf klukkustund að lengd.
Þeir nemendur sem tóku þátt frá Fellaskóla voru úr 8. bekk; Dawid, Írena, Jakub, Lena og Rúben, úr 9. bekk; Vlera, og úr 10. bekk; Austéja, Janistar, Jónas, Natalía, Otylia og Sóldís. (Á myndina vantar Jónas.)
Markmið okkar í Fellaskóla með því að taka þátt var að njóta þess að fara saman sem hópur og upplifa eitthvað nýtt en einnig að takast á við alls konar stærðfræðiverkefni sem sum hver voru frábrugðin því sem við erum oftast að fást við. Mottóið var að fara til að njóta og ég held að allir hafi haft ánægju af þátttökunni.
Fellaskóla gekk vel því af þessum 12 nemendum eru 3 nemendur sem lentu meðal 10 efstu í sínum aldursflokki, þau Jakub, Lena og Otylia. Þessum nemendum er boðið ásamt foreldrum sínum og kennara að taka þátt í verðlaunaafhendingu þriðjudaginn 5. apríl en allir þátttakendur fá viðurkenningarskjal.