Skip to content

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Breiðholti var haldin í gær. Þar lásu flottir fulltrúar úr 7. bekk úr öllum grunnskólum Breiðholts texta og ljóð. Nemendur frá Fellaskóla voru Alexandra og Svanlaug úr 7. KG.
Svanlaug hneppti 2. sætið í keppninni og óskum við henni innilega til hamingju með árangurinn.
Ella og Kimberly úr 9. og 10. bekk mættu með tónlistaratriði, þær sungu lagasyrpu og spiluðu undir á ukulele.