Skip to content

Meistarakokkar Fellaskóla

Nýlega var haldin keppnin Meistarakokkar Fellaskóla fyrir nemendur úr 7 – 10. bekk. Keppnin tókst mjög vel og voru nemendur mjög áhugasamir og lögðu sig alla fram um að gera sem best. Nemendur áttu að matreiða kjúklingarétt sem aðalrétt og fengu allir sama hráefni en máttu koma með annað í réttinn að heima. Eftirréttur var síðan frjáls og eftir eigin höfði. Allir stóðu sig með miklum ágætum enda mikill metnaður lagður í eldamennskuna. Dómarar voru lærður matreiðslumeistari, bakarameistari, ásamt einum kennara og nemenda frá skólanum. Í boði voru glæsilegir vinningar og voru veitt verðlaun fyrir fyrsta til þriðja sæti. Sigurvegarar úr 7. og 8. bekk voru þær Maria og Ella sem hlutu fyrsta sæti. Eyrún og Katla úr 9. bekk urðu sigurvegarar í keppni 9. og 10. bekkinga.