Gjafir frá fyrrverandi nemendum
Á afmælishátíð Fellaskóla 28. maí sl. fengum við góðar gjafir frá nemendur í tveimur árgöngum skólans. Nemendur fæddir 1966 afhentu Ingu Björgu Stefánsdóttur deildarstjóra tónlistar og skapandi skólastarfs veglega peningagjöf til kaupa á hljóðfærum. Þá afhentu fulltrúar fyrrum nemenda fæddir 1968 formönnum nemendafélagsins þeim Natalíu Lind Hagalín og Otyliu Lis veglega peningagjöf til kaupa á búnaði fyrir félagsstarf nemenda. Skólinn þakkar fyrir þessar gjafir og hlýhug og velvild í garð skólans.