Skip to content

Vor- og afmælishátíð Fellaskóla.

Á þessu ári eru liðin 50 á frá stofnun Fellaskóla. Afmælishátíð var haldin 28. maí. Hátíðin hófst með skrúðgöngu en síðan tóku við fjölbreytt tónlistaratriði og leiktæki á lóðinni. Skólinn var fagurlega skreyttur og nemendur sýndu fjölbreytt verkefni sem unnin voru í vetur. Auk nemenda og foreldra sóttu hátíðina margir gamlir nemendur og starfsmenn auk þess borgarstjóra sem flutti ávarp. Hátíðin tókst frábærlega og við í Fellaskóla þökkum öllum fyrir daginn.