Símalaus Fellaskóli
Símareglur í Fellaskóla
Ágætu nemendur og foreldrar
Í vetur verður Fellaskóli símalaus skóli. Við trúum því að það muni hafi jákvæð áhrif á skólabraginn. Eftirfarandi hefur verið sett í skólareglur:
Snjalltækjanotkun
Við látum ekki snjalltæki trufla okkur í námi en nýtum kosti þeirra. Fellaskóii er símalaus Skóli.
Í því felst að:
• Fellaskóli er símalaus skóli. Snjallúr er líka sími. Nemendur mega ekki nota síma / snjallúr á skólatíma, hvorki á skólalóð né í skólahúsnæði.
• Nemendur yngra stigs geyma síma hjá kennurum.
• Allir nemendur eldra stigs hafa aðgang að skápum þar sem þeir geta geymt verðmæti.
• Við tökum hvorki myndir né myndskeið af starfsfólki og nemendum án leyfis.
• Við dreifum ekki myndum og myndskeiðum af starfsfólki og nemendum án leyfis.
Ef nemandi er með síma í skólanum verða þessar afleiðingar:
1. stig. Nemandi er með síma í skólanum.
Viðbragð: Nemandi á yngra stigi afhendir kennara síma. Nemandi á eldra stigi fer með síma í skáp. Skráð í Mentor.
2. stig. Endurtekið brot á símareglum.
Viðbragð: Nemandi afhendir símann á skrifstofu skólans / afhendir stjórnendum. Hringt í foreldri og foreldri nær í símann. Skráð í Mentor.
3. Stig. Nemandi brýtur skólaregluna ítrekað.
Viðbragð: Fundað með foreldri og nemanda. Lausn fundin, t.d. að sími sé skilin eftir heima. Fundargerð skráð og undirrituð.
Ég óska eftir því að foreldrar styðji okkur í að hafa skólann símalausan.
Phone-rules in Fellaskóli
Dear students and parents
Fellaskóli is a phone-free school, starting this academic year. We believe that it will have positive effect on the school environment. The following has been included in the school regulations:
Use of smart technology
We do not let smart technology interfere with our studies but we appreciate the advantages. Fellaskóli is a phone-free school.
This means that:
– Fellaskóli is phone-free. Smart-watches are regarded as phones. Students are not allowed to use phones/smart watches during school hours, whether inside or outside on the school premises.
– Students in grades 1 to 6 who bring their phones to school will leave it with their class teacher.
– All students in grades 7 to 10 have access to lockers where they can keep their valuables.
– We do not take pictures or videos of staff or students without permission.
– We do not share/distribute pictures or videos of staff or students without permission.
If students have their phone at school, these will be the consequences:
1. First instance: Junior grade students will hand their phone over to their teacher. Older students will bring thier phone to their own locker. The teacher/staff records the instance in Mentor.
2. Second instance: Students will hand their phone to the office/senior staff and parents will be required to pick the phone up.
3. Third instance: A meeting will be held with parents and the student. A viable solution will be agreed upon, for example leaving the phone at home. A record of the meeting will be kept and signed by everyone in attendance.
I sincerely request that parents assist us in keeping our school free from mobile phone interruptions.