Skip to content

Breiðholt Got Talent-Hæfileikakeppni félagsmiðstöðvanna í Breiðholti var haldin í 13.skipti í Breiðholtsskóla í kvöld, samhliða henni var líka söngkeppni Breiðholts en sérstök dómnefnd sá um að velja besta söngatriðið. Mætingin í ár sló öll met en hún var svo góð að salurinn fylltist og keppendur gátu því miður ekki verið í salnum að horfa á atriðin eins og hefur tíðkast hjá okkur. Í heildina voru þetta í kringum 300 manns sem sóttu viðburðinn og var stemmingin í salnum mögnuð. 13 glæsileg atriði tóku þátt í ár (35 keppendur) en dómarar völdu efstu þrjú atriðin sem áhorfendur í sal fengu síðan að kjósa um. Sigurvegarinn í ár var hún Zuzanna en hún bæði söng og spilaði af einstakri innlifun, Zuzanna kemur úr félagsmiðstöðinni 111. Í öðru sæti var hún Hera úr Hólmaseli einungis tveimur atkvæðum eftir siguratriðinu með glæsilegt dansatriði og í þriðja sæti var síðan hún Elina með flott söngatriði. Sigurvegari söngkeppni Breiðholts var Zuzanna og er hún því tvöfaldur sigurvegari í ár. Hún mun taka þátt fyrir hönd félagsmiðstöðvanna í Breiðholti í söngkeppni Samfés í byrjun maí.
Bæði áhorfendur og keppendur stóðu sig ótrúlega vel í ár, við erum ótrúlega stolt af unglingunum okkar í Breiðholti. Framtíðin er björt í Breiðholti!