Skip to content

Orðasýning í Fellaskóla

Nú stendur yfir í Listafelli og í sal Fellaskóla sýning á uppáhaldsorðum nemenda. Hver nemandi og allir starfsmenn völdu sér jákvætt uppáhaldsorð. Orðin voru síðan prentuð út og hengd upp í Listafelli en einnig birtast þau á skjávarpa í sal skólans. Með þessu varð til þátttökuverk allra í skólanum. Daníel Heiðar Guðjónsson er hugmyndasmiður verksins og vann að sýningunni ásamt teymi um skapandi skólastarf.
Sýningin í Listafelli stendur fram í mars og allir eru velkomnir að skoða.