Samtökin móðurmál
Fyrir nokkru héldu samtökin Móðurmál atburð í Gerðubergi, One Dish, One Wish. Þar fluttu börn og fullorðnir atriði frá sínu heimalandi og gestum gafst kostur á að smakka ýmislegt góðgæti. Á hátíðinni afhenti formaður Móðurmáls Fellskóla og Hólabrekkuskóla veggspjald sem staðfestir samstarf og mikilvægi samvinnu þessar aðila. Samvinnu sem stuðlar að viðurkenningu móðurmáls og þess að nemendur fái tækifæri til að læra eigið mál. Fyrir hönd Fellaskóla tóku Helgi Gíslason og Alexandra Kondraciuk nemandi í 8. bekk við veggspjaldinu. Sjá nánar á https://www.modurmal.com/news/