Skip to content

Frábær árangur nemanda í tónlist

Ella Rhayne Guevarra Tomarao nemandi í 10.bekk Fellaskóla komst áfram í Upptakti í ár. Upptaktur er tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna, þar er ungu fólki gefið tækifæri til að senda inn tónsmíð eða drög að henni og vinna markvisst úr hugmyndum sínum með fulltingi listamanna. Verkin sem eru valin af dómnefnd skipuð fagmönnum, verða fullunnin í vinnustofu með aðstoð tónskálda og fagfólks í tónlist. Tónverkin verð flutt á metnaðarfullri og glæsilegri tónleikadagskrá í Kaldalóni – Hörpu þann aðstoð tónskálda og fagfólks í tónlist. Tónverkin verð flutt á metnaðarfullri og glæsilegri tónleikadagskrá í Kaldalóni – Hörpu þann 21.apríl 2015, sem er upphafsdagur Barnamenningarhátíðar í Reykjavík. Hljóðfæraleik og framkvæmd annast fagfólk í tónlist. Öll verkin sem flutt verða á tónleikunum hljóta tónsköpunarverðlaunin; Upptaktinn 2015.