Stærðfræðikeppni
Nú á dögunum var haldin Stærðfræðikeppni í Borgarholtsskóla og tóku nokkrir nemendur úr Fellaskóla þátt. Krakkarnir stóðu sig allir mjög vel og lentu Rúben og Jakub úr 9.bekk í 3. og 5. sæti. Við óskum þeim að sjálfsögðu innilega til hamingju með árangurinn.