Ráðherrar í heimsókn
Í dag fékk Fellaskóli góða gesti. Það voru ÁsmundurEinar Daðason mennta- og barnamálaráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra. Tilgangurinn var að þakka fyrir veittan styrk síðastliðin þrjú ár frá ráðuneytum mennta- og velferðarmála vegna verkefnisins Mál og læsi í Fellahverfi. Það felst í samvinnu milli Fellaskóla og leikskólanna Aspar og Holts varðandi vinnu með nemendum sem stuðlar að framþróun málþroska og læsis sem er undirstaða alls náms. Ráðinn var sameiginlegur verkefnisstjóri sem hefur undanfarin þrjú ár unnið með starfsfólk allra skólanna.
Skólastjórar leikskólanna og Fellaskóla tóku á móti gestunum ásamt Brynju Baldursdóttur verkefnisstjóra. Sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs borgarinnar, fagstjóri grunnskóla í Breiðholti og starfsfólk Fellaskóla tóku líka þátt.
Ráðherrarnir sáu hvernig unnið er með mál og læsi í 1. og 2. bekk og hvernig við tengjum saman tónlistar- og íslenskunám. Ráðherrarnir Listafell og hlýddu loks á 6. bekk sýna leikrit þar sem reynir á samþættingu námgreina, framsögn, framkomu og söng. Nemendur og starfsfólk höfðu undirbúið heimsóknina mjög vel og það var áhugavert fyrir ráðherrana að kynnast fjölbreyttu starfi í Fellaskóla.
Hér eru nokkrar myndir frá heimsókninni í dag.