Skip to content
25 jún'21

Sumarlokun

Skrifstofa Fellaskóla verður lokuð frá 25. júní til og með 3. ágúst. Nauðsynleg skilaboð og fyrirspurnir er hægt að senda á fellaskoli@rvkskolar.is og þeim verður svarað um leið og tækifæri gefst til.

Nánar
15 jún'21

Tónlistarmyndband nemenda Fellaskóla

Nemendur í Fellaskóla unnu saman að stuttu tónlistarmyndbandi í hljómsveitarvali á unglingastigi. Viðlag lagsins birtist á 27 tungumálum sem töluð eru í Fellaskóla. Áhersla var á kærleika, samvinnu og samhug.

Nánar
03 jún'21

Upplýsingar um rafhlaupahjól og létt bifhjól

Vinsældir rafhlaupahjóla og léttra bifhjóla í flokki I (vespa) hafa aukist að undanförnu hér á landi enda frábær farartæki séu þau notuð rétt. Við hjá Samgöngustofu höfum nú tekið saman upplýsingar um notkun þeirra og öryggi. Við hvetjum kennara til að ræða við nemendur sína, sýna fræðslumyndirnar, fara yfir fræðsluefnið og taka þetta til umræðu…

Nánar
02 jún'21

Vorhátíð

Vorhátíð Fellaskóla var haldin í blíðskaparveðri í gær. Vegna fjöldatakmarkana var ekki hægt að bjóða foreldrum að koma og njóta með okkur. Allir skemmtu sér vel og var ýmislegt í boði, hoppukastalar, spákonur, andlitsmálun, tónlist, skrúðganga þar sem skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts leiddi okkur um hverfið og ekki má gleyma frábærri sýningu í boði Foreldrafélagsins…

Nánar
27 maí'21

Vorskóli

Dagana 17.-19. maí var Vorskóli fyrir verðandi nemendur í 1. bekk. Dagskráin var fjölbreytt og fengu nemendur að æfa sig í kennslustundum í 1. bekk, fóru í íþróttir, heimsóttu frístundarheimilið Vinafell, kynntust krökkum sem verða vinabekkur þeirra næsta vetur, fóru í frímínútur og hlustuðu á lestur. Foreldrar barna sem koma í 1. bekk næsta haust…

Nánar
18 maí'21

Matreiðslukeppni Fellaskóla 2021

7. apríl og 11. maí sl. fór fram matreiðslukeppni Fellaskóla, sem fékk heitið Meistarakokkar Fellaskóla. Nemendur í 7.-10.bekk öttu þar kappi í matreiðslugerð, með því að elda aðalrétt og eftirrétt á innan við 2 klukkustundum. Nemendur fengu lista yfir hráefni sem þeir urðu að nota í aðalrétt, t.d. kjúkling og rauðlauk, en þeir máttu einnig…

Nánar
14 maí'21

Árshátíð nemenda

Nemendur á eldra stigi héldu langþráða árshátíð og ball í kvöld. Allir mættu prúðbúnir og borðuðu góðan mat. Jónas heimilisfræðikennari eldaði matinn og kennarar og stjórnendur aðstoðuðu og þjónuðu nemendum til borðs. Nemendur önnuðust sjálfir allan undirbúning og settu meðal annars saman matseðilinn. Eftir matinn tóku við skemmtiatriði og Ingi Bower hélt uppi stuðinu á…

Nánar
22 mar'21

Nemendur í Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts

Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts héldu tónleika í Fella- og Hólakirkju síðastliðinn laugardag. Í vetur hefur nemendum úr Fellaskóla fjölgað úr 1 í a.m.k. 10 nemendur. Það voru stoltir og glaðir nemendur sem tóku þátt. Stjórnanda hljómsveitarinnar fannst tilefni til að þakka Ingu Björgu Stefánsdóttur deildarstjóra í Fellaskóla sérstaklega fyrir að styðja nemendur úr skólanum til…

Nánar
19 mar'21

Ellen Amina með verðlaunamynd í myndasamkeppni MS

4. bekkur tók þátt í skólamjólkursamkeppni MS. Börnin teiknuðu myndir í tengslum við kýr og mjólk hjá Gretu myndmenntakennara. Tæplega 2.000 myndir frá 89 skólum bárust í keppnina í ár og 10 voru valdar til verðlauna. Ellen Amina Ingadóttir nemandi í 4. MSJ fékk verðlaun fyrir sína mynd. Við erum afar stolt af nemendum okkar…

Nánar
12 mar'21

Stóra upplestrarkeppnin í Breiðholti

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Breiðholti var haldin í Seljakirkju í gær. Þar sem flottir fulltrúar úr 7. bekk úr öllum grunnskólum Breiðholts lásu texta og ljóð. Nemendur frá Fellaskóla voru Mia og Jakub í 7. SP og og Lena í 7.SR. Mia hneppti 3. sæti í keppninni og óskum við henni innilega til hamingju með…

Nánar