Skip to content

Fæðuofnæmi

Nokkur börn hér í Fellskóla hafa afar slæmt og lífshættulegt fæðuofnæmi. Af þessum sökum hefur skólinn neyðst til að setja strangar reglur um nesti barna í skólanum. Börnin hafa lífshættulegt bráðaofnæmi fyrir hnetum, eitt barnanna hefur bráðaofnæmi fyrir fiski. Önnur börn mega því ekki hafa þessar fæðutegundir í nesti sínu.

Þrátt fyrir þetta er boðið upp á fisk í matsal skólans tvisvar í viku en þá daga fer umrætt barn ekki í matsalinn.

Meðal þeirra fæðutegunda sem ekki eru leyfðar inn fyrir dyr skólans eru kornstangir með hnetum, orkustykki með hnetum, Honey Nut Cheerios og fleira. Skoðið innihaldslýsingu vöru. En fremur eru allt fiskmeti og hnetur bönnuð).