Skip to content

Foreldrasamstarf

Velferð barna og farsæl námsframvinda byggist ekki síst á því að foreldrar
styðji við skólagöngu barna sinna og gæti hagsmuna þeirra í hvívetna, eigi
gott samstarf við skóla, veiti skólanum viðeigandi upplýsingar og taki þátt
í námi barna sinna og foreldrastarfi frá upphafi til loka grunnskóla.
Upplýsingagjöf milli heimila og skóla og samráð kennara og foreldra um
nám og kennslu er mikilvæg forsenda fyrir árangursríku skólastarfi. Skólar
bera ábyrgð á að slíkt samstarf komist á og því sé viðhaldið alla
skólagöngu barnsins. Virk hlutdeild og þátttaka foreldra í námi og starfi
barna sinna er forsenda þess að foreldrar geti axlað þá ábyrgð sem þeir
bera á farsælu uppeldi og menntun barna sinna.
Markmiðið er að hlúa að góðu upplýsingastreymi til forráðamanna og
bjóða upp á margskonar fræðslu. Fellaskóli leggur metnað sinn í að stuðla
að góðri samvinnu við heimili nemenda á margvíslegum sviðum.
Á Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar starfar ráðgjafi foreldra og
skóla. Ráðgjafinn veitir forráðamönnum nemenda upplýsingar og leiðsögn
um samstarf og samskipti við skóla og beitir sér fyrir lausn ágreiningsefna
sem upp kunna að koma.
Hjá Miðju máls- og læsis starfa svonefndir brúarsmiðir. Það eru
starfsmenn sem tala pólsku, filippeysku, kúrdísku og arabísku. Markmið
brúarsmiða er að byggja brú á milli fjöltyngdra barna og foreldra þeirra
sem og starfsmanna skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Hlutverk
Hlutverk þeirra er :

• Að styðja við íslenskunám barna af erlendum uppruna í leik- og
grunnskólum.
• Að styðja kennara og starfsmenn SFS í starfi í fjölmenningarlegu
umhverfi.
• Að styðja foreldra af erlendum uppruna í samstarfi og samskiptum við
skóla.

Sjá nánar á: https://mml.reykjavik.is/bruarsmidi/