HRINGRÁS VATNSINS Á JÖRÐINNI
Náttúruminjasafn Íslands tekur þátt í Barnamenningarhátíð í samstarfi við LÁN (Listrænt ákall til náttúrunnar). Kallað var eftir teikningum frá upprennandi listamönnum sem munu prýða anddyri sýningarinnar okkar, Vatnið í náttúru Íslands, í Perlunni í einu stóru listaverki á meðan Barnamenningarhátíð stendur yfir.
Nemendur 19 grunn- og leikskóla víðs vegar um landið tóku þátt, sköpuðu listaverk og veltu fyrir sér hringrás vatnsins. Nemendur í 5.bekk í Fellaskóla voru á meðal þátttakenda og erum við ákaflega stolt af þeirra framlagi.