Skip to content
24 jún'22

Gjafir frá fyrrverandi nemendum

Á afmælishátíð Fellaskóla 28. maí sl. fengum við góðar gjafir frá nemendur í tveimur árgöngum skólans. Nemendur fæddir 1966 afhentu Ingu Björgu Stefánsdóttur deildarstjóra tónlistar og skapandi skólastarfs veglega peningagjöf til kaupa á hljóðfærum. Þá afhentu fulltrúar fyrrum nemenda fæddir 1968 formönnum nemendafélagsins þeim Natalíu Lind Hagalín og Otyliu Lis veglega peningagjöf til kaupa á…

Nánar
24 jún'22

Útikennslustofa

Ný kennslustofa hefur bæst við í Fellaskóla. Það er sérstök útikennslustofa sem gefur nýja möguleika á fjölbreyttari kennsluháttum. Kennslustofan er vestan við skólans við hlið Sauðhóls og til móts við Vesturberg 2-6.

Nánar
24 jún'22

Vor- og afmælishátíð Fellaskóla.

Á þessu ári eru liðin 50 á frá stofnun Fellaskóla. Afmælishátíð var haldin 28. maí. Hátíðin hófst með skrúðgöngu en síðan tóku við fjölbreytt tónlistaratriði og leiktæki á lóðinni. Skólinn var fagurlega skreyttur og nemendur sýndu fjölbreytt verkefni sem unnin voru í vetur. Auk nemenda og foreldra sóttu hátíðina margir gamlir nemendur og starfsmenn auk…

Nánar
08 jún'22

Skólaslit

Miðvikudagur 8. júní – skólaslit í Fellaskóla 1. – 4. bekkur kl. 9:00 5. – 9. bekkur kl. 10:00

Nánar
27 maí'22

AFmælis- og vorhátíð á morgun, laugardag

Á morgun, 28. maí, höldum við afmælis- og vorhátíð Fellaskóla (Fellaskóli 50 ára). Nemendur eiga að mæta í skólann þennan dag kl. 11:20 til umsjónarkennara (skertur skóladagur – sækja þarf um leyfi ef nemandi getur ekki mætt). Hátíðin er kl. 11:30 – 13:30. Ég hvet alla foreldra til að mæta með nemendum og taka þátt…

Nánar
16 maí'22

Meistarakokkar Fellaskóla

Nýlega var haldin keppnin Meistarakokkar Fellaskóla fyrir nemendur úr 7 – 10. bekk. Keppnin tókst mjög vel og voru nemendur mjög áhugasamir og lögðu sig alla fram um að gera sem best. Nemendur áttu að matreiða kjúklingarétt sem aðalrétt og fengu allir sama hráefni en máttu koma með annað í réttinn að heima. Eftirréttur var…

Nánar
09 maí'22

Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts

Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts kom í heimsókn til okkar í síðustu viku og kynntu starfsemi sína fyrir nemendum. Fellaskóli á þar glæsilega fulltrúa og erum við mjög stolt af þeim. Öllum nemendum í 2. og 3.bekk stendur til boða að sækja um pláss í hljómsveitinni fyrir næsta skólaár. Hægt er að sækja um hér https://skolahljomsveitir.is/skolahljomsveitir/skolahljomsveit-arbaejar-og-breidholts/um-okkur/…

Nánar
04 maí'22

6. bekkur með sýningu

6.bekkur hefur verið að læra um pláneturnar í náttúrufræði í vetur og í framhaldi af því settu þau ásamt sínum stórkostlegu umsjónarkennurum og Ingu deildarstjóra upp sýningu á sal fyrir foreldra og nemendur í 1.-5.bekk. Við óskum 6. bekk til hamingju með sýninguna.

Nánar
08 apr'22

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Breiðholti var haldin í gær. Þar lásu flottir fulltrúar úr 7. bekk úr öllum grunnskólum Breiðholts texta og ljóð. Nemendur frá Fellaskóla voru Alexandra og Svanlaug úr 7. KG. Svanlaug hneppti 2. sætið í keppninni og óskum við henni innilega til hamingju með árangurinn. Ella og Kimberly úr 9. og 10.…

Nánar
04 apr'22

NÁTTÚRA Í HLJÓÐI OG MYNDUM

    NÁTTÚRA Í HLJÓÐI OG MYNDUM Nemendur Fellaskóla sýna furðufugla sem þeir unnu undir handleiðslu Gretu Guðmundsdóttur. Nemendur í Seljaskóla sýna verk sem byggja á rannsóknum þeirra á hrauni og með innblæstri frá listsköpun Kjarvals. Auk þess sýna nemendur skólans niðurstöður rannsókna sinna nærumhverfi Seljaskóla sem þau unnu undir handleiðslu Dagnýjar Sifjar. Nemendur 3.…

Nánar