Skip to content
23 mar'23

Fræðsla fyrir foreldra (english below)

Þriðjudaginn 28. mars kl. 19:45-21:00 verður fræðslufundur fyrir foreldra og forsjáraðila með Heimili og skóla. Fundurinn verður haldinn í ÍR heimilinu að Skógarseli 12. Við vitum að mikilvægi samvinnu foreldra í skólastarfinu er óumdeilt. Samheldni og samstarf foreldra hefur jákvæð áhrif á velferð barna; skólabrag og líðan nemenda, foreldra og kennara, svo ekki sé minnst…

Nánar
21 mar'23

Upplestrarkeppni í 7. bekk

Upplestrarkeppni 7. bekkja grunnskólanna í Breiðholti fór fram fyrir skömmu. Fyrst er keppa allir nemendur 7. bekkjar í hverjum skóla. Sigurvegarar keppa svo við nemendur úr hinum grunnskólunum í Breiðholti. Fulltrúar Fellaskóla voru Rúnar Þór Styrmisson og Zuzanna Teresa Rozanska sem stóðu sig mjög vel í jafnri og spennandi keppni. Í hléi lék ný hljómsveit…

Nánar
17 mar'23

Stærðfræðikeppni

Nú á dögunum var haldin Stærðfræðikeppni í Borgarholtsskóla og tóku nokkrir nemendur úr Fellaskóla þátt. Krakkarnir stóðu sig allir mjög vel og lentu Rúben og Jakub úr 9.bekk í 3. og 5. sæti. Við óskum þeim að sjálfsögðu innilega til hamingju með árangurinn.

Nánar
16 mar'23

Rafræn ráðgjöf – arabíska 17. mars

• 17. mars á arabísku viðmælandi : Salah karim arabísku og kúrdískumælandi brúarsmiður • 31. mars á ensku og filippseysku Hér er auglýsing um rafræna ráðgjöf okkar á íslensku, arabísku, ensku, filippseysku, pólsku og úkraínsku. https://www.canva.com/design/DAFZOVL8xN0/xEz3anr4wWMMoIAQlnwuwQ/view?utm_content=DAFZOVL8xN0&utm_campaign=designshare&utm_medium=link&utm_source=homepage_design_menu

Nánar
15 mar'23

Klám (Porno) (english / polish below)

Þarf ég í alvöru að ræða um klám við börnin mín? Já, við þurfum nefnilega öll að gera það. Áhugi á og forvitni um kynlíf er eðlileg og heilbrigð, en flest ungmenni á Íslandi fá sínar upplýsingar um kynlíf að mestu leyti úr klámi en ekki vandaðri kynfræðslu. Mikill munur er þó á raunverulegu kynlífi…

Nánar
14 mar'23

Frábær árangur nemanda í tónlist

Ella Rhayne Guevarra Tomarao nemandi í 10.bekk Fellaskóla komst áfram í Upptakti í ár. Upptaktur er tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna, þar er ungu fólki gefið tækifæri til að senda inn tónsmíð eða drög að henni og vinna markvisst úr hugmyndum sínum með fulltingi listamanna. Verkin sem eru valin af dómnefnd skipuð fagmönnum, verða fullunnin í…

Nánar
27 feb'23

Samtökin móðurmál

Fyrir nokkru héldu samtökin Móðurmál atburð í Gerðubergi, One Dish, One Wish. Þar fluttu börn og fullorðnir atriði frá sínu heimalandi og gestum gafst kostur á að smakka ýmislegt góðgæti. Á hátíðinni afhenti formaður Móðurmáls Fellskóla og Hólabrekkuskóla veggspjald sem staðfestir samstarf og mikilvægi samvinnu þessar aðila. Samvinnu sem stuðlar að viðurkenningu móðurmáls og þess…

Nánar
20 feb'23

Orðasýning í Fellaskóla

Nú stendur yfir í Listafelli og í sal Fellaskóla sýning á uppáhaldsorðum nemenda. Hver nemandi og allir starfsmenn völdu sér jákvætt uppáhaldsorð. Orðin voru síðan prentuð út og hengd upp í Listafelli en einnig birtast þau á skjávarpa í sal skólans. Með þessu varð til þátttökuverk allra í skólanum. Daníel Heiðar Guðjónsson er hugmyndasmiður verksins…

Nánar
20 feb'23

Vetrarleyfi 23. og 24. febrúar

Dagana 23. – 24. febrúar verður vetrarleyfi í grunnskólum Reykjavíkur. Þessa daga fellur allt skólastarf niður og lokað verður í Vinafelli og Hraunheimum. Njótið vetrarleyfisins og við hlökkum til að sjá ykkur að leyfi loknu þann 27. febrúar (mánudagur). Dear parents/legal guardians. February 23rd and 24th will be winter Vacation. School will resume on February…

Nánar
20 feb'23

Öskudagur

Næsti miðvikudagur, 22. febrúar, er öskudagur. Þann dag er kennt frá kl. 8:20 – fram að hádegismat. Nemendur fá að borða í skólanum. Það er frí í skólanum frá kl. 12:00. Opið í Vinafelli og Hraunheimum fyrir nemendur sem eru skráðir Munið að skrá börnin í Vinafell inni á www.rafraen.reykjavik.is. Nemendur mega gjarnan mæta í…

Nánar