Skip to content
01 des'22

Símareglur í Fellaskóla

Nýjar reglur um símanotkun tóku gildi í Fellaskóla í haust. Flestir nemendur hafa staðið sig mjög vel og fylgt reglunum. Fyrir það viljum við þakka. Allir nemendur í 7. – 10. bekk í Fellaskóla hafa núna aðgang að skáp. Ef nemendur koma með síma í skóla þá á að geyma símann í læstum skáp. Við…

Nánar
01 des'22

Bryndís er skólastjóri í desember

Í desember er Bryndís Snorradóttir settur skólastjóri. Helgi skólastjóri verður í orlofi í desember. Fróði aðstoðarskólastjóri er í veikindaleyfi (en vinnur hlutastarf). Þetta tilkynnist hér með. In December, Brindís Snorradóttir is appointed principal. Principal Helgi will be on vacation in December. Fróði is on sick leave in December (but works part-time). This is hereby announced.

Nánar
01 des'22

Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts

Í gærkvöldi hélt Skólahljómsveit Árbæjar- og Breiðholts frábæra tónleika í Fella- og Hólakirkju. Undanfarin ár hefur nemendum úr Fellaskóla fjölgað mjög í skólahljómsveitinni. Í dag tilheyra 25 nemendur starfi sveitarinnar. Þetta samstarf er m.a. að þakka auknum stuðningi Reykjavíkurborgar vegna Draumaskólans Fellaskóla. Þess má geta að skólahljómsveitin æfir um þessar mundir í Fellaskóla.

Nánar
21 nóv'22

Svanlaug Böðvarsdóttir nemandi í Fellaskóla flutti atriði úr Skrekk – ,,Skrekkur og Fellaskólafordómar” á hátíð í tilefni af árlegri viðurkenningu Barnaheilla. Hér er hún ásamt Guðna Th. forseta Íslands.

Nánar
19 nóv'22

Vigdís Finnboga¬dóttir, fyrrverandi forseti Íslands, afhenti Íslensku¬erðlaun unga fólksins í Hörpu síðastliðinn miðvikudag en sá dagur er jafnframt dagur íslenskrar tungu. Alls fengu 50 nemendur og einn bekkur í 29 grunnskólum verðlaun. Á meðal verðlaunahafa voru ungir, áhugasam¬ir lestrarhestar, framúrskarandi upplesa¬ar, nemendur með annað móðurmál en íslensku sem náð hafa góðum tökum á ís¬lensku á…

Nánar
17 nóv'22

Ný matreiðslukeppni

Eftirréttakeppni Grunnskóla var haldin í gær í Höfuðstöðvum Matvís að Stórhöfða 31. Átta skólar tóku þátt í þessu tilraunaverkefni í samstarfi við Kokkalandsliðið og Iðunn fræðslusetur. Tilgangurinn er að auka áhuga og gleði nemenda af greininni. Markmiðið er að koma á árvissum viðburði þar sem keppt verður í matreiðslu í sem flestum grunnskólum á landinu.…

Nánar
17 nóv'22

Skrekkur

Í dag var samvera á sal þar sem við fögnuðum 2. sæti í Skrekk. Skólastjóri veitti þátttakendum viðurkenningu og afhenti Ingu, Kela og Steinunni sem aðstoðuðu nemendur blómvönd.

Nánar
14 nóv'22

2. sæti í Skrekk

Fellaskóli lenti í 2. sæti í Skrekk í kvöld eftir harða keppni. Til hamingju nemendur.

Nánar
11 nóv'22

Skrekkur – foreldrasýning og úrslit

Fellaskóli keppir til úrslita í Skrekk nk. mánudag, 14. nóvember, kl. 20. Bein útsending er á RUV. Kl. 16 er sérstök foreldrasýning. Miðar eru seldir á tix.is á vegum Borgarleikhússins. Þeir kosta 1200 krónur. Það má hver sem er kaupa miða á það inni á þessum tengli https://tix.is/is/bl/buyingflow/tickets/14464/69206/ Fellaskóli competes for the finals in Skrekk…

Nánar
07 nóv'22

Sendiherra í heimsókn

Börnin í 4. bekk fengu góða heimsókn síðastliðinn föstudag. Það var Bryony Mathew sendiherra Breta á Íslandi sem kynnti bók sína, Tæknitröll og íseldafjöll. Þetta er óvenjuleg bók sem fjallar um ný starfsheiti í næstu framtíð. Skólinn fékk nokkrar bækur að gjöf sem við þökkum fyrir.

Nánar