Á viðtalsdegi buðu list- og verkgreinakennarar upp á þátttökuverk í galleríinu Listafelli í Fellaskóla.
Nemendum og fjölskyldum þeirra var boðið að koma í heimsókn og taka þátt í fiðrildaverkefni þar sem hver og einn setti fiðrildalímmiða á vegginn eftir eigin höfði. Galleríinu var breytt í upplifunarrými með frumskógarhljóðum, lykt og ljósum. Í lok dags hafði myndast stór og mikill fiðrildagarður. Rýmið verður svo notað næstu vikurnar sem slökunarherbergi til lesturs.