Skip to content
06 apr'21

Skóli 7. apríl kl. 10:00

Kæru foreldrar (enska, pólska, filipeyska, arabíska, kúrdíska fyrir neðan) Samkvæmt nýrri reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar opna grunnskólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar að nýju miðvikudaginn 7. apríl en með ákveðnum takmörkunum í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Ákveðið hefur verið að skipulagstími verði að morgni miðvikudagsins 7. apríl til kl. 10 í Fellaskóla svo starfsfólk…

Nánar
24 mar'21

Skóla- og frístundastarf fellur niður fram að páskum.

Kæru nemendur og foreldrar/forráðamenn (English and Polish text below) Vegna hertra aðgerða ríkisstjórnar í Covid verður engin starfsemi í skólanum og Vinafelli frá og með fimmtudeginum 25. mars til og fram yfir páska. Kennsla hefst eftir páskafrí 7. apríl samkvæmt stundaskrá nema aðrar upplýsingar liggi fyrir. Með góðri kveðju og ósk um gleðilega páska, Stjórnendur…

Nánar
22 mar'21

Nemendur í Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts

Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts héldu tónleika í Fella- og Hólakirkju síðastliðinn laugardag. Í vetur hefur nemendum úr Fellaskóla fjölgað úr 1 í a.m.k. 10 nemendur. Það voru stoltir og glaðir nemendur sem tóku þátt. Stjórnanda hljómsveitarinnar fannst tilefni til að þakka Ingu Björgu Stefánsdóttur deildarstjóra í Fellaskóla sérstaklega fyrir að styðja nemendur úr skólanum til…

Nánar
19 mar'21

Ellen Amina með verðlaunamynd í myndasamkeppni MS

4. bekkur tók þátt í skólamjólkursamkeppni MS. Börnin teiknuðu myndir í tengslum við kýr og mjólk hjá Gretu myndmenntakennara. Tæplega 2.000 myndir frá 89 skólum bárust í keppnina í ár og 10 voru valdar til verðlauna. Ellen Amina Ingadóttir nemandi í 4. MSJ fékk verðlaun fyrir sína mynd. Við erum afar stolt af nemendum okkar…

Nánar
12 mar'21

Stóra upplestrarkeppnin í Breiðholti

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Breiðholti var haldin í Seljakirkju í gær. Þar sem flottir fulltrúar úr 7. bekk úr öllum grunnskólum Breiðholts lásu texta og ljóð. Nemendur frá Fellaskóla voru Mia og Jakub í 7. SP og og Lena í 7.SR. Mia hneppti 3. sæti í keppninni og óskum við henni innilega til hamingju með…

Nánar
12 mar'21

Krakkafréttir á RÚV

Rúv býður upp á fréttir fyrir börn og unglinga. Fellaskóli var með innlegg í gær. Sjá: https://www.ruv.is/krakkaruv/spila/krakkafrettir/24081/94sht7?fbclid=IwAR00T3F4IB3vzHCve4qwYamzOXfqcFhkP4h5cuS9K6n1iHHu21qnP9GhG_c

Nánar
02 mar'21

6. bekkur fer í Húsdýragarðinn

Nú í febrúar bauð Húsdýragarðurinn okkur í 6. bekk á fræðslu- og vinnumorgun. Við vorum öll mjög spennt fyrir því að kynnast húsdýrunum betur, bæði nemendur og kennarar. Við vorum því búin að rifja upp helstu heiti dýranna og ýmislegt um aðbúnað þeirra áður en að vinnumorgni kom. Við mættum mjög snemma í skólann þennan…

Nánar
28 feb'21

Ný reglugerð vegna Covid

Góðan daginEins og allir vita þá hefur ný reglugerð um skólahald tekið gildi. Nemendur þurfa ekki að bera grímur Hámarksfjöldi nemenda í rými er 150. Hámarksfjöldi starfsfólks í rými er 50. Lágmarksfjarlægð milli starfsfólks er 1 metri. Viðburðir, fyrirlestar, upplestrarkeppnir, dansleikir nemenda o.s.frv. eru heimilaðir skv. reglum um hámarksfjölda í rými. Við þetta má bæta…

Nánar
08 feb'21

Listagallerí

Þann 29.janúar síðastliðinn opnaði nýtt listagallerí og sýning í Fellaskóla þar sem nemendur í 5.-10 bekk sýna verk sín úr skapandi smiðjum. Þar kennir ýmissa grasa; málverk, leirmunir, skúlptúrar úr pappamassa og verk úr þæfðri ull svo eitthvað sé nefnt. Boðið var upp á veitingar sem nemendur í heimilisfræði reiddu fram. Listagalleríið er komið til…

Nánar
08 feb'21

Skólahreysti

Nemendur í 8. 9. og 10.bekk eru nú í fullum undirbúningi fyrir Skólahreysti Grunnskóla sem verður vonandi á dagskrá í vor. Nemendurnir hafa staðið sig sig vel og augljóst að áhuginn fyrir skólahreystinu er í miklum vexti. Hér má sjá nokkrar myndir úr síðasta tíma þar sem Róbert íþróttakennari heldur utan um skólahreysti æfingar.

Nánar