Skip to content

Námsmat

Tilgangur námsmats í Fellaskóla er að vera leiðbeinandi og hvetjandi fyrir nemanda og að honum sé þannig ávallt ljóst hvar hann stendur í námi. Í kennslu er lögð áhersla á fjölbreytt verkefni og viðfangs­efni svo nemandi geti sýnt hæfni sínum með sem mismunandi hætti. Megininntak námmats á að vera leiðsögn þannig að nemandi sjái hvar honum hefur tekist vel og hvað hann þarf að bæta eða auka áherslu á. Námsmat þarf að ná yfir bæði þekkingu og hæfni nemanda á mismundi sviðum og því eru til mats hverju sinni virkni, vinnubrögð ásamt þekkingu og leikni í námsefninu. Námsmatið byggir á hæfniviðmiðum Aðalnámskrá grunnskóla.

Námsmat í Fellaskóla á að vera sýnilegt nemendum og foreldrum Mentor. Notast er við eftirfarandi viðmið:

Framúrskarandi – Hæfni náð – Þarfnast þjálfunar – Hæfni ekki náð.

Í Fellaskóla eru ekki gefin lokaeinkunn með þeirri undantekningu að nemendur í 10. bekk fá einkunnirnar A, B+, B, C+, C eða D.

Stefnt er að því að slíkar einkunnir verði einnig gefnar í lok 4. og 7. bekkjar.