Skip to content

Nemendaráð Fellaskóla

Almennar upplýsingar

Við Fellaskóla starfar nemendaráð sem samanstendur af 20 nemendum úr 8.-10. bekk.
Nemendaráð er valáfangi sem stendur nemendum til boða og er það val bundið allt skólaárið.
Tengiliður og umsjónaraðili nemendaráðsins eru Þóra Margrét Sigurðardóttir  og Sara Mist Jóhannsdóttir.

Hlutverk nemendaráðs er að skipuleggja skemmtanir og viðburði innan skólans ásamt því að gæta hagsmuna nemenda í samráði við umsjónaraðila og skólastjórnendur. Félags- og tómstundastarf í Fellaskóla er að hluta unnið í samstarfi við félagsmiðstöðina Miðberg.

Í upphafi skólaárs leggur nemendaráð fram áætlun um félags- og tómstundastarf og aðra viðburði. Á tímabilinu september til maí eru böll eða aðrar skemmtanir einu sinni í mánuði, auk þess eru ákveðnir þemadagar hafðir mánaðarlega. Hátindur félagslífsins er árshátíð nemenda sem haldin er á vorönn.

Formaður og varamenn hans mæta á fundi fyrir hönd nemenda skólans, svo sem skólaráðsfundi og þess háttar.

Fréttir úr starfi

Fræðsla fyrir foreldra (english below)

Þriðjudaginn 28. mars kl. 19:45-21:00 verður fræðslufundur fyrir foreldra og forsjáraðila með Heimili og skóla. Fundurinn verður haldinn í ÍR heimilinu að Skógarseli 12. Við vitum að…

Nánar