Að byrja í grunnskóla
Vorskóli Fellaskóla verður dagana 17.-19. maí 2021. Nemendur sem hafa skráð sig í skólann fá tölvupóst með boði um þátttöku. Foreldrum er boðið á kynningu um Fellaskóla og skólastarfið miðvikudaginn 19. maí kl. 9:00
- Dagsetning skólasetningar og fyrirkomulag skólabyrjunar (viðtöl og slíkt)
- eða 19. ágúst Foreldrar fá símtal frá umsjónarkennara varðandi viðtalstíma.
- og 24. ágúst Innritunarviðtöl
- ágúst Skólastarf í 1. bekk hefst samkvæmt stundaskrá.
- Upplýsingar um hvað nemendur þurfa að hafa meðferðis í skólann
Nemendur þurfa að mæta með 2 nesti ef þau eru skráð í mat annars 3 nesti daglega.
Nemendur fara út daglega og verða því að vera klædd eftir veðri.
Nemendur verða að mæta með íþróttaföt/sundföt á viðeigandi dögum.
Mikilvægt er að lestrarmöppur sem nemendur fá í skólanum séu alltaf í töskunni.
- Hvar má nálgast stundatöflur
Stundatöflur eru afhentar í innritunarviðtölum í ágúst en einnig er hægt að nálgast þær inni á www.mentor.is.
- Skipulag skólastarfs í 1. bekk
Skóladagur nemenda er 8:20-15:40. Boðið er upp á gæslu í stofu og hafragraut í matsal frá 8:00-8:20. Mikilvægt er að tilkynna forföll alla daga í síma 411-7530 eða í gegnum www.mentor.is. Hér að neðan er dæmi af stundaskrá 1. bekkjar (athugið að þetta er ekki tafla fyrir næsta skólaár).
- Dagsetning kynningar fyrir foreldra
Skóladagatal fyrir næsta skólaár er afhent í innritunarviðtali í águst. Þar kemur fram hvaða dagar eru uppbrotsdagar, foreldrasamráðsdagar, starfsdagar og ýmis leyfi. Frístundaheimilið Vinafell er með opið í ýmsum skólaleyfum og á skertum dögum.
- Tengill á skóladagatal
Skóladagatal er birt á heimasíðu Fellaskóla, www.fellaskoli.is.
- Upplýsingar um skólamötuneyti (skráning og uppsögn)
Skráning í mat og úrsögn fer í gegnum síðuna www.vala.is. Einnig er hægt að fá aðstoð hjá ritar skólans í síma 411-7530.
- Upplýsingar um frístundaheimili við skólann
Nemendur í 1. og 2. bekk eru í samþættu skóla- og frístundastarfi til 15:40. Eftir það stendur til boða að skrá börn sín í frístund til 17:00. Það er gert í gegnum vefinn www.vala.is.
Nemendur í 3. og 4. bekk hafa kost á að sækja frístund í Hraunheima að skóla loknum. Skráning fer fram í gegnum vefinn www.vala.is.
- Hagnýtar upplýsingar um skólastarfið má nálgast í starfsáætlun skólans (tengill á starfsáætlun)
- Upplýsingar um hvert foreldrar/forsjáraðilar barna með sérþarfir (fötlun, þroskafrávik eða börn sem hafa átt við langvinn veikindi að stríða) geta leitað innan skólans.
Sjöfn og Bryndís veita allar upplýsingar:
Deildarstjóri yngra stigs og samþætts skóla- og frístundastarfa er Bryndís Snorradóttir (bryndis.snorradottir@rvkskolar.is) og deildarstjóri stoðþjónustu er Sjöfn Þráinsdóttir (sjofn.thrainsdottir@rvkskolar.is).
Undir flipanum „Foreldrar“ ætti að vera tengill á Foreldravefinn