Skip to content

Heilsugæsla

Við Fellaskóla starfar hjúkrunarfræðingur, Lára Bryndís Björnsdóttir, á vegum Heilsugæslunnar í Efra Breiðholti. Heilsugæslan Efra-Breiðholti þjónar fyrst og fremst íbúum Efra-Breiðholts en öllum er frjálst að skrá sig á stöðina. Skólahjúkrunarfræðingur vinnur í nánni samvinnu við foreldra og forráðmenn, skólastjórnendur, kennara og aðra er veita skólabarni þjónustu.

Skráning á heilsugæslustöð fer fram í gegnum Réttindagátt sjúkratrygginga eða á staðnum.

Í afgreiðslu heilsugæslustöðvarinnar taka móttökuritarar við tímapöntunum, gefa almennar upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar og koma áríðandi skilaboðum til starfsfólks.

Með rafrænum skilríkjum er hægt að bóka tíma, endurnýja lyf og senda einfaldar fyrirspurnir í gáttinni: heilsuvera.is

Rannsóknastofan er opin frá kl. 8:00 til 9:30 alla virka daga, nema fimmtudaga frá kl 13:00 til 14:00.
Hjúkrunarráðgjöf er frá kl. 8:00 til 16:00 alla virka daga.

Sjá heimasíðu.

Skólaheilsugæslan er framhald af ung- og smábarnavernd. Hingað til hafið þið farið með börnin ykkar á heilsugæslustöð síðan þau fæddust. Skólaheilsugæslan tekur við og vinnur samkvæmt lögum og reglugerðum sem um hana gilda, ásamt tilmælum frá Landlækni. Markmiðið er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. 

Skimanir  framkvæmdar í 1., 4., 7. og 9. bekk og felast í mælingu hæð, þyngd og sjónskerpu. Bólusetningar í 7. bekk við mislingum, hettusótt og rauðum hundum og í 9. bekk við barnaveiki, stífkrampa, kíghósta og mænustótt. Stúlkur í 7. bekk eru einnig bólusettar gegn Human papilloma veirum. Einnig er fræðsla, viðtöl, fyrirbyggjandi starf, heilsuefling og ráðgjöf af ýmsum toga. 

Á heilsuvefnum heilsuvera.is er fróðlegt efni fyrir börn, ungmenni og foreldra.

Nokkrir nemendur í Fellaskóla hafa lífshættulegt fæðuofnæmi. Þessir nemendur hafa lífshættulegt bráðaofnæmi fyrir hnetum og eitt barnanna hefur bráðaofnæmi fyrir fiski. Af þeim sökum má enginn nemandi hafa eftirfarandi fæðutegundir í nesti sínu: Fiskur og hnetur hvers konar, kornstangir með hnetum, orkustykki með hnetum, Honey Nut Cheerios og fleira. (Þrátt fyrir þetta er boðið upp á fisk í matsal skólans en þá daga fer umrætt barn ekki í matsalinn.)

Hér fyrir neðan er eyðublað þar sem hægt er að tilkynna skólanum um fæðuofnmæmi nemanda.

 

Eyðublöð